miðvikudagur, febrúar 15

20. febrúar 2002

Fyrstu fundir stuðningshópanna

Ákveðið hefur verið að stofna stuðningshópa innan Sigurvonar. Hóparnir verða tvenns konar til að byrja með, annars vegar fyrir krabbameinssjúklinga og hins vegar fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga. Seinna verður endurskoðað hvort þörf er á að stofna fleiri hópa eftir því hvernig starfið gengur.

Fundir verða síðustu þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í hverjum mánuði kl. 20:00, í húsnæði félagsins að Sindragötu 11, gengið inn að sunnan og verða fyrstu fundir 26. og 28. febrúar.

Á þriðjudagskvöldum verður fundur fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga, er þar átt við þá sem eru aðstandendur núna eða hafa verið aðstandendur, hvort sem aðili hefur náð bata eða látist. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Ásthildur Gestsdóttir og Anna Lind Ragnarsdóttir, nánari upplýsingar gefur Ásthildur í síma 898 8828.

Á fimmtudagskvöldum verður funur fyrir krabbameinssjúklinga, er þar átt við alla þá sem greinst hafa með krabbamein, líka þá sem náð hafa bata. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Jóhann Magnússon og Heiðrún Björnsdóttir, nánari upplýsingar gefur Jóhann í síma 891 7704.

Við hvetjum alla sem greinst hafa með krabbamein og þá sem eru eða hafa verið aðstandendur krabbameinssjúklinga að mæta.

20. FEBRÚAR 2002