miðvikudagur, febrúar 15

Tveir stuðningshópar stofnaðir - Janúar 2002

Fimmtudaginn 10. janúar var haldinn fundur um stofnun stuðningshópa. Hann gekk mjög vel og sóttu hann 35 manns. Hildur Björk Hilmarsdóttir, formaður stuðningsfélagsins Krafts og starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands, flutti erindi um gildi og starfsemi stuðningshópa og svaraði fyrirspurnum. Tveir hópar voru stofnaðir, einn hópur fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein, og er þá átt við þá sem eru að glíma við sjúkdóminn núna og einnig þá sem hafa glímt við hann og náð bata (sumt fólk virðist halda að þetta sé bara fyrir krabbameinssjúklinga, en ekki fyrrverandi sjúklinga). Hinn hópurinn er fyrir aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein, er þá bæði átt við aðstandendur núverandi sjúklinga og þá sem hafa verið aðstandendur áður (hvort sem sjúklingur hefur náð bata eða látist).