þriðjudagur, mars 2

Mottu-mars - Allir karlar að skrá sig !

Hafin er samkeppni á landsvísu í söfnun yfirvaraskeggs í tilefni af átakinu Karlar og Krabbamein. Hvetjum við Vestfirska karlmenn til að láta ekki sitt eftir liggja og hefja söfnun á mottu nú þegar :-D Frekari upplýsingar um keppni, skráningu og fyrirkomulag má finna hér. Nokkrir hafa verið iðnir undanfarna daga og eru Karlaklúbbar, íþróttafélög og kórar í viðbragðsstöðu víða um landið og tilbúnir að vakta ákveðna sölustaði um næstu helgi, eða selja innbyrðis í virka karlahópa ! Okkur vantar sjálfboðaliða n.k. laugardag til að selja pinnan og hvetjum áhugasama til að hafa samband við Ingibjörgu Snorra í síma 867 7942.