miðvikudagur, febrúar 15

Sameiginlegar samverustundir 2004

Samverustundir þeirra er greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra hafa nú verið sameinaðar. Samverustundirnar munu verða á miðvikudögum tvisvar í mánuði, kl. 21.00, í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11, annarri hæð, á Ísafirði. Allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni. Samverustundir á næstunni eru 14. apríl, 28. apríl, 12. maí og 26. maí. Tengiliður samverustundanna er Heiðrún Björnsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 869 8286, fá upplýsingar og ræða við hana um mál er upp koma. Allar nánari upplýsingar um fundartíma er einnig hægt að nálgast á bb.is (Á döfinni) eða í þjónustumiðstöð Sigurvonar, sem er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30 og 17.30. Einnig er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins í síma 456 5650.

13. APRÍL 2004.