miðvikudagur, febrúar 15

Fjáröflunartónleikarnir í GÍ:

Gunnar Atli afhendir Sigurði ávísun fyrir fénu
og fær viðurkenningarskjal í hendur.

Fjáröflunartónleikarnir í GÍ:
60 þúsund komu í hlut Sigurvonar

Sigurður Ólafsson, formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum, veitti í gær viðtöku nærfellt 60 þúsund krónum (kr. 59.210) sem komu í hlut félagsins af ágóða af góðgerðatónleikum 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði. Það var nemandinn Gunnar Atli Gunnarsson sem afhenti Sigurði féð. Á tónleikunum sem haldnir voru á sal skólans komu fram ýmsar vestfirskar hljómsveitir og rann ágóðinn til Sigurvonar og í ferðasjóð 10. bekkjar. Sigurður afhenti Gunnari Atla í þakklætisskyni viðurkenningarskjal fyrir hönd Sigurvonar ásamt eftirfarandi bréfi frá stjórn félagsins:

Krabbameinsfélagið Sigurvon vill færa öllum þeim bestu þakkir, sem stóðu að hljómleikum sem haldnir voru í sal Grunnskólans á Ísafirði 11 september. Það er ánægjulegt til þess að vita, að ungt fólk skuli taka það upp hjá sjálfu sér að styrkja félagasamtök sem þessi um leð og það kemur saman og skemmtir sér án vímuefna. Peningaupphæð sem þessi skiptir félagið miklu máli, en ekki síður sá hugur sem þarna býr að baki. Við viljum ítreka þakklæti okkar og megi ykkur vel farnast í framtíðinni.

BÆJARINS BESTA, 19. SEPTEMBER 2003.