Styrktarsjóður stofnaður
Aðalfundi krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt stofnun styrktarsjóðs sem ber nafn félagsins. Stofnfé sjóðsins er ein milljón króna sem Bónus gaf félaginu í tilefni af 15. ára afmæli fyrirtækisins þann 8. apríl 2004. Í samþykktum styrktarsjóðsins segir að aðrar tekjur sjóðsins skuli koma frá minningarkortum sem sjóðurinn selur svo og frá frjálsum framlögum og gjöfum félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sigurður Ólafsson formaður Sigurvonar segir að tilgangur og markmið sjóðsins sé að efla hverja þá starfsemi sem lýtur að málefnum krabbameinssjúklinga á starfssvæði Sigurvonar og auka lífsgæði þeirra. Hann segir að sjóðurinn muni reyna að styrkja með einum eða öðrum hætti hvers komnar fræðslustarfsemi sem kemur krabbameinssjúklingum til góða. Einnig mun sjóðurinn veita styrki til annarra verkefna til dæmis í þágu umönnunar, meðferðar og lækningu krabbameinssjúklinga.
Að sögn Sigurðar geta allir félagsmenn Sigurvonar sótt um styrki úr sjóðnum svo og þeir sem starfa að málefnum krabbameinssjúklinga. Það er stjórn Sigurvonar sem fer með stjórn sjóðsins og segist Sigurður ekki efast um að hann eigi eftir að koma í góðar þarfir og hvetur hann alla þá sem áhuga hafa á styrkjum úr sjóðnum að hafa samband við félagið. Eins og áður kom fram nýtur sjóðurinn tekna af sölu minningarkorta sem félagið hefur til sölu og hvetur Sigurður alla sem styrkja vilja starfsemi sjóðsins til þess að kaupa minningarkortin sem seld eru í ýmsum verslunum á Ísafirði.
BB, 11. APRÍL 2005
Að sögn Sigurðar geta allir félagsmenn Sigurvonar sótt um styrki úr sjóðnum svo og þeir sem starfa að málefnum krabbameinssjúklinga. Það er stjórn Sigurvonar sem fer með stjórn sjóðsins og segist Sigurður ekki efast um að hann eigi eftir að koma í góðar þarfir og hvetur hann alla þá sem áhuga hafa á styrkjum úr sjóðnum að hafa samband við félagið. Eins og áður kom fram nýtur sjóðurinn tekna af sölu minningarkorta sem félagið hefur til sölu og hvetur Sigurður alla sem styrkja vilja starfsemi sjóðsins til þess að kaupa minningarkortin sem seld eru í ýmsum verslunum á Ísafirði.
BB, 11. APRÍL 2005
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim