Herferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga
Fræðsluherferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga hófst í dag og er það í annað sinn sem slíkri herferð er hrint af stað. Herferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga er að hefjast í dag og verða send póstkort til allra barna og foreldra fermingarbarna ásamt brúnkukremi til að leggja áherslu á þessa herferð", segir Ingibjörg Snorradóttir Hagalín, hjá krabbameinsfélaginu Sigurvon á Vestfjörðum. Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól og að brúnn húðlitur eftir sólböð geti verið merki um skemmdir í húðinni sem geta leitt til ótímabærrar öldrunar húðarinnar og jafnvel húðkrabbameins. Geislavarnir ríkisins, Landlæknisembættið, Krabbameinsfélag Íslands og Félag íslenskra húðlækna standa fyrir fræðsluherferðinni undir slagorðinu Hættan er ljós".
Samkvæmt könnunum sem IMG Gallup gerði vorið 2004 höfðu 25,2% unglinga á aldrinum 12-15 ára farið í ljós síðustu tólf mánuðina, þar af 13,6% piltar og 36,4% stúlkna. Nýleg athugun á vegum Geislavarna ríkisins og Umhverfisstofnunar bendir til þess að hér á landi séu á annað hundrað sólbaðsstofur og til samanburðar má geta þess að það er meira en í London þar sem um sjö milljónir búa.
45 manns greinast að meðaltali með sortuæxli í húð á ári hverju, samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins, og greinast 45 manns með önnur húðæxli og um 170 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum.
BÆJARINA BESTA, 3. MARS 2005.
Samkvæmt könnunum sem IMG Gallup gerði vorið 2004 höfðu 25,2% unglinga á aldrinum 12-15 ára farið í ljós síðustu tólf mánuðina, þar af 13,6% piltar og 36,4% stúlkna. Nýleg athugun á vegum Geislavarna ríkisins og Umhverfisstofnunar bendir til þess að hér á landi séu á annað hundrað sólbaðsstofur og til samanburðar má geta þess að það er meira en í London þar sem um sjö milljónir búa.
45 manns greinast að meðaltali með sortuæxli í húð á ári hverju, samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins, og greinast 45 manns með önnur húðæxli og um 170 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum.
BÆJARINA BESTA, 3. MARS 2005.
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim