þriðjudagur, október 16

Formannafundur heppnaðist vel !

Barnabörn Bía taka lagið !Á fimmta tug fundargesta mættu á Formannafundinn hér á Ísafirði. Fyrstu gestir voru mættir á föstudegi og var dagurinn nýttur í vettvangsferð og endað á súpu og meðlæti í Kiwanishúsinu. Laugardagurinn fór svo í fundarsetu, útsýnisferð og skemmtun ! Þeir sem fluttu erindi voru m.a. Sigurður Björnsson, Guðrún Agnarsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir, en Sigurður sagði m.a. frá að til stæði að hefja mikla rannsókn og leit að ristilkrabbameini í öllum 45 ára og eldri á Íslandi, Guðrún sagði t.d. frá fjármögnun á nýjum tækjum í leitarstöðina og Ragnheiður ræddi og kynnti nýju Ráðgjafaþjónustuna við KÍ. Miklar umræður voru um endurskoðun vefsíðu KÍ og margir tóku til máls um hin ýmsu mál. Elín Ólafsdóttir sá um að enginn varð svangur á fundinum, sem tókst vel í alla staði.