Safnahúsið og Holtskirkja í bleiku ljósi !
Í tilefni þess að október mánuður verður helgaður baráttu gegn brjóstakrabbameini verða ýmsar byggingar lýstar upp með bleiku ljósi um allan heim. Í Ísafjarðarbæ verða Safnahúsið á Ísafirði og Holtskirkja í Önundarfirði lýst upp með þessum hætti. Vonir standa til að hægt verði að lýsa einnig upp Hólskirkju í Bolungarvík en óvíst er að af því verði vegna bilunar í kösturum. Er þetta liður í alþjóðlegu árveknisátaki sem nú er hrint af stað áttunda árið í röð að frumkvæði Estée Lauder. Bleik slaufa er tákn átaksins.
Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást í Lyfju á Ísafirði. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
thelma@bb.is - Frétt af vef BB.is
Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást í Lyfju á Ísafirði. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
thelma@bb.is - Frétt af vef BB.is
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim