Safnahúsið og Holtskirkja í bleiku ljósi !

Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást í Lyfju á Ísafirði. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
thelma@bb.is - Frétt af vef BB.is
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim