miðvikudagur, júní 4

Kraftur í kringum Ísland !

Kraftur í kringum Ísland !Þann 16. júní leggja vaskir Eyjamenn og konur í hringferð í kringum Ísland á tveimur 15 manna gúmmíbátum, verkefnið nefnist „Kraftur í kringum Ísland“. Tilgangur ferðarinnar er að kynna starfsemi Krafts – stuðningsfélags og safna styrkjum í leiðinni. Megin tilgangur ferðarinnar er þó að kynna Kraft og allt sem í boði er fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Fyrirhugað er að bátafólk Krafts muni bjóða bæjarbúum upp á stuttar bátsferðir á gúmmíbátunum gegn vægu gjaldi. Einnig munum við bjóða fólki að kaupa sér leggi á milli staða, þannig að ef þið þekkið einhverja sem langar í ævintýraferð, þá er um að gera að panta ferð, eins ef einhverjir eiga stórafmæli þá er þetta tilvalin gjöf!
Áætlað er að vera á Vestfjörðum, nánar tiltekið, Tálknafirði 19. júní, Bolungarvík 20. júní og Djúpuvík 21. júní. Hér má finna myndir af undirbúningi. Ef þú/þið hafið einhverjar spurningar hringið þá endilega í mig í síma 845 0060. Bestu kveðjur, Hildur Björk Hilmarsdóttir http://www.kraftur.org/
Kraftur – stuðningfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur