þriðjudagur, apríl 29

Orlofsdvöl að Löngumýri 2008 !

Slökun að Löngumýri !Eins og sumum ykkar er kunnugt hóf Fræðslusetur kirkjunnar á Löngumýri í samstarfi við Krabbameinsfélag Skagafjarðar og stuðningshópinn Dug að bjóða til hvíldardvalar hér fyrir norðan, fólki sem greinst hefur með krabbamein og er á milli meðferða eða í uppbyggingarferli. Einnig eru þeir sem unnið hafa mikið sjálfboðastarf í þessum málaflokki velkomnir.
Fyrsta skrefið var stigið árið 2005 og eftir vel heppnaðar dvalir krabbameinssjúklinga og í mörgum tilvikum maka þeirra eða aðstandenda liðin sumur, þá er ljóst að þörfin fyrir hvíldardvöl af þessum toga er til staðar. Á sumri komandi verður því framhald á og verða í boði 3 tímabil. Í júlí 4. – 8. og 28. júlí – 1. ágúst. Síðasta tímabilið er svo eftir verslunnarmannahelgi 4.-8. ágúst.
Dagskráin er einföld. Lögð er áhersla á góðan mat, hreyfingu við hæfi, fræðsluerindi, helgistundir, kvöldvökur, en umfram allt jákvætt andúmsloft og viðmót. Farið er í eitt ferðalag um Skagafjörð eða nágrenni. Sigurvon greiðir dvalarkostnað fyrir sína félagsmenn og hvetjum við félaga til að nýta sér þetta tækifæri. Hér er pláss fyrir allt að 30 manns í 17 herbergjum. Heitir pottar, kapella, hlýleg setustofa og rúmgóður matsalur.

Fyrir þá sem setja akstur út á land fyrir sig þá gengur áætlun Hópferðamiðstöðvarinnar alla daga og ekur fólki hingað heim í hlað fyrir eitt orð.

Vonandi vekur þetta áhuga ykkar og ekki hika við að hafa samband við undirritaðan vegna frekari upplýsinga, eða hringið í Sigurvon í síma 456 5650.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson
Löngumýri
453 8116
861-9804