fimmtudagur, september 29

Pétur Geir gefur út ljóðabók !

Ísfirðingurinn Pétur Geir Helgason hefur gefið út ljóðabókina Sólrúnir. Bókina tileinkar hann minningu eiginkonu sinnar Óskar Norðfjörð Óskarsdóttur sem lést í janúar 2008 en ánafnar Krabbameinsfélaginu Sigurvon hluta ágóðans. Seld verða hundrað eintök á vegum félagsins sem fær helming af söluhagnaði. Pétur Geir fæddist 15. nóvember 1932 á Langeyri við Álftafjörð. Eftir gagnfræðaskóla hóf hann vinnu hin ýmsu störf sem til féllu en fljótlega hneigðist vilji til að vinna störf sem tengdust sjávarútvegi s.s. fiskvinnslu og sjómennsku og hefur svo verið mest allt lífshlaupið. Bókin er fáanleg hjá Sigurvon í síma 456 5650 eða hjá Sigurði Ólafssyni formanni félagsins í síma 897 5502.