fimmtudagur, október 25

Bleikt boð í Edinborg í kvöld !

Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði býður í bleikt boð í Edinborgarhúsinu kl. 20:00 í kvöld í samstarfi við Edinborgarhúsið. Fluttur verður fyrirlestur um heilbrigðan lífsstíl, boðið upp á lifandi tónlist, sagðar reynslusögur þeirra sem glímt hafa við krabbamein og líka verður happdrætti. Einnig verður vestfirska fyrirtækið Villimey á staðnum og gefur gestum smyrsl úr lífrænum handtíndum íslenskum jurtum.
Kostar 1000 kr. inn og rennur aðgangseyrir óskiptur til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. Víða er lýst með bleiku ljósi á Ísafirði í október, meðal annars Safnahúsið, Sundhöllin, tré á Silfurtorgi og skrifstofa félagsins að Pollgötu 4. Hvetjum alla til að mæta tímanlega í kvöld !