Safnahúsið á Ísafirði sveipað bleikum ljóma
Þessa viku er Safnahúsið á Ísafirði, betur þekkt sem Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúni, sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fer á kvöldin. Með þessu er verið að minna á starf Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með þessum hætti. Fyrir skömmu var þjónustumiðstöð Sigurvonar opnuð að Sindragötu 11, þar sem Djúpbáturinn var til húsa á sínum tíma. Þjónustumiðstöðin er opin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 10 og 12 en skrifstofustjóri er Gylfi Þór Gíslason.
Meðal þess sem Sigurvonarmenn gera á þessu hausti er að fara í grunnskóla og framhaldsskóla á svæðinu og ræða við ungmenni um afleiðingar reykinga. Í byrjun nóvember mun félagið bjóða upp á fræðslu Ásgeirs Theódórs læknis um ristilkrabbamein.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 22. OKTÓBER 2002.
Meðal þess sem Sigurvonarmenn gera á þessu hausti er að fara í grunnskóla og framhaldsskóla á svæðinu og ræða við ungmenni um afleiðingar reykinga. Í byrjun nóvember mun félagið bjóða upp á fræðslu Ásgeirs Theódórs læknis um ristilkrabbamein.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 22. OKTÓBER 2002.
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim