Karlakórinn Ernir styrkir Sigurvon !
Karlakórinn Ernir hélt tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í gær, annan dag í hvítasunnu, til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Kirkjan var nánast full og söfnuðust tvö hundruð þúsund krónur. Tónleikagestir klöppuðu kórnum óspart lof í lófa og söng kórinn þrjú aukalög. Stjórn Sigurvonar vill koma á framfæri þakklæti til kórfélaga og einnig forráðamanna Hafnarfjarðarkirkju, en hún var lánuð endurgjaldslaust. Að lokum óskum við kórnum, stjórnanda og undirspilara ánægjulegrar ferðar um Pólland. F.h. stjórnar Sigurvonar, Sigurður Ólafsson
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim