þriðjudagur, apríl 11

Orlofsdvöl á Löngumýri 2006

Slökun að LöngumýriÍ boði er orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka og maka þeirra að Löngumýri í Skagafirði. Þetta er einkum ætlað þeim sem eru í meðferð eða hafa nýlokið henni (innan tveggja ára). Langamýri er rólegur staður í miðjum Skagafirði og þar eru góð rúm, góður matur, heitur pottur og fallegur garður. Allt er þetta á einni hæð. Á þessu ári eru í boði 3 tímabil:
Helgardvöl 12-14 maí. Verð 4.000 kr. á mann, allt innifalið nema ferðir.
5 daga dvöl 10-14 júlí og 14-18 ágúst. Verð 11.000 kr. á mann, allt innifalið nema ferðir. Það ganga rútur daglega milli Reykjavíkur og Akureyrar með viðkomu í Varmahlíð. Einnig er flug til Sauðárkróks flesta daga. Dvalargestir verða sóttir í Varmahlíð eða á flugvöllinn á Sauðárkróki, ef þeir ætla að nota sér þessar ferðir, það þarf bara að láta vita fyrirfram.
Sækja þarf um fyrir 9. maí vegna helgardvalar, en fyrir 5. júlí og 6. ágúst vegna 5 daga dvalar. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Maríu í síma 863 6039 eða á netfangið reykdal@islandia.is

Meðfylgjandi eru drög að dagskrá.

Helgardvöl

12. maí
Mæting frá kl. 13-18 Gestir koma sér fyrir á herbergjum og hvílast
19:00 Kvöldverður
20:00 Kynning á dagskrá og gestum
20:30 Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur flytur erindi. Sjálfsstyrking
13. maí
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13.00 Hádegisverður
13:00-13:40 Hvíld
13:40-15:30 Létt ganga um Varmahlíðarskóg upp á Reykjarhól og sund
15:30-16:00 Kaffi
16:00-18:00 Frjáls tími
18:00-19:30 Grillveisla ásamt félögum úr Dugi
19:30-23:30 Kvöldvaka. Fjölbreytt skemmtidagskrá

14. maí
08:30-10:00 Morgunverður
11:00-12:00 Helgistund í kapellunni á Löngumýri
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Hvíld
14:00-18:00 Brottför

5 daga dvöl

Mánudagur
Mæting frá kl.16-18. Gestir koma sér fyrir á herbergjum og hvílast.
19:00 Kvöldverður
20:00 Kynning á dagskrá og gestum
20:30 Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur flytur erindi. Sjálfsstyrking

Þriðjudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13.00 Hádegisverður
13:00-13:40 Hvíld
14:00-15:30 Létt ganga um Varmahlíðarskóg upp á Reykjarhól eða um nágr.
15:30-16:00 Kaffi
16:00-18:00 Frjáls tími
18:30-19:30 Kvöldverður
20:00- Fræðslukvöld “Krabbamein og þunglyndi”

Miðvikudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Ferðalag
18:30-19:30 Kvöldverður

Fimmtudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Grillveisla
20:00 Kvöldvaka. Fjölbreytt dagskrá

Föstudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:30-11:30 Helgistund í kapellunni á Löngumýri
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Brottför