fimmtudagur, nóvember 22

Jólakort 2007

Séð yfir Dagverðardal og Skutulsfjörð !Neðsti !Sjómannastyttan !Bæst hefur við ný mynd á jólakortin, en jafnframt verður hægt að fá myndir frá síðasta ári. Listamaðurinn heitir Ómar Smári Kristinsson og hefur gefið Sigurvon leyfi til að nota glæsilega teiknaðar myndir sínar, félaginu að kostnaðarlausu. Jólakortin eru nú komin víða í sölu og má yfirleitt nálgast þau á sömu stöðum og minningarkort félagsins eru seld. Kostar stykkið 100 kr. og eru þau líka seld í búntum, 10 saman. Helstu sölustaðir jólakortanna á Ísafirði í ár eru, Húsasmiðjan, Birkir ehf., Hafnarbúðin, Hlíf II, Blómaturninn, Office 1 og Heilsugæslan. Hvetjum við Ísfirðinga sem aðra að vera duglega að koma við í þessum verslunum.