fimmtudagur, mars 5

Fermingarbörn ættu ekki að fara í ljós !

Nú er að hefjast átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er sjötta árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu "Hættan er ljós". Birtar verða auglýsingar á vefsíðum, ma. Facebook, og fjallað um málið í fjölmiðlum.