fimmtudagur, febrúar 12

Minnum á Ráðgjafarþjónustu KÍ !

Ráðgjafarþjónusta !• Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er ætluð þér sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þínum.
• Tilgangurinn er að vinna með þér til að þú náir jafnvægi í lífinu við þær breyttu aðstæður sem krabbameinsgreining veldur.
• Þú átt kost á því að hitta hjúkrunarfræðing, félagsráðgjafa, fleiri fagaðila eða aðra sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu og þú.
• Boðið er upp á viðtöl, faglega ráðgjöf, sjálfshjálparhópa, námskeið, hagnýtar upplýsingar, aðgang að tölvum og prentara, heimilislegt húsnæði og hressingu.
• Ráðgjafarþjónustan er í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, fyrstu hæð. Opið kl. 9-16.30 virka daga. Auk þess eru fundir og námskeið á daginn, á kvöldin og um helgar.

• Símar: 5401916 , 5401912 eða 5401900
• Gjaldlaus símaráðgjöf og símsvari: 8004040
• Heimasíða: http://www.krabb.is/rad
• Tölvupóstur: 8004040 @krabb.is

• Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður þjónustunnar (sími 540 1916 , netfang ragnalf@krabb.is) og Gunnjóna Unu Guðmundsdóttur félagsráðgjafi (sími 540 1912 , netfang una@krabb.is).

Hagnýtar upplýsingar (pdf-skjal, 25 bls., janúar 2008).
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins (upplýsingarit, doc)