þriðjudagur, maí 12

Bætt hugsun - betri líðan !

Var á virkilega skemmtilegum og fróðlegum samráðsfundi KÍ, en þá koma saman allir starfsmenn svæðafélaga KÍ víða af landinu. Mættu starfsmenn frá Reyðarfirði, Skagafirði, Akureyri, Akranesi, Selfossi, Keflavík og Ísafirði. Það vakti athygli mína þegar ég hlustaði á fyrirlestur Maríu Reykdal, en hún kynnti rannsókn sína "Fræðslunámskeið frir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra". Kom m.a. fram þar að umræðuhópar eru ekki að virka, ef engin fræðsla er. Mestum árangri skilar þegar fólk fær fræðslu um krabbamein og hvaða aðstoð er í boði o.s.frv. Sat líka kynningu á námskeiði hjá Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi salarafl@salarafl.is. Kynnti hún fyrir okkur stuðning Krafts. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við starfsmennirnir vorum allir sammála um að þetta væri nauðsynlegt námskeið, ekki síður fyrir starfsmenn, en stuðningsfulltrúa. Hægt er að hafa beint samband við stuðningsnet Krafts í síma 866-9618 eða á netfangið studningsnet@kraftur.org