mánudagur, september 21

Nýjar uppgötvanir v/blöðruhálskrabba !

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar ásamt vísindamönnum í Finnlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Spáni, hafa fundið fjóra breytileika í erfðamengi mannsins, sem auka mjög líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli, segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þessar niðurstöður verða nýttar til frekari greiningarprófana og munu væntanlega gagnast í baráttunni við þessa tegund krabbameins. Frétt á Vísir, 21. sep. 2009 08:07 .