föstudagur, nóvember 13

Aðalfundur Sigurvonar 2009 !

Aðalfundur Sigurvonar gekk vel í gær. Engar miklar breytingar voru gerðar og var formaðurinn, Sigurður Ólafsson endurkjörinn með lófataki. Eins var með aðra meðstjórnendur, þær Ólafíu Aradóttur, Oddný Birgisdóttur, Auði Ólafsdóttur og Heiðrúnu Björnsdóttur. Varamaður til fjölda ára, Sigríður Ragnarsdóttir gaf ekki kost á sér og kom nýr varamaður inn, Helena Hrund Jónsdóttir, en hún og Jóhanna Ása á Hólmavík, voru kjörnar með lófataki. Vill félagið þakka Sigríði Ragnarsdóttur óeigingjarnt starf á liðnum árum og óskar henni velgengni til framtíðar. Ákveðið var að árgjöld yrðu þau sömu, eða 2.000 kr. Skoðendur reikninga voru einnig endurkjörnir, aðalmenn Sólveig Gísladóttir og Sigurður Þórðarson og til vara Hreinn Pálsson. Vinir í von fengu nýja stuðningsaðila, en Guðfinna Sigurjónsdóttir, Auður Ólafsdóttir og Heiðrún Björnsdóttir munu blása lífi í starf stuðningshópsins og er fyrsti fundur Vina í von þennan veturinn n.k. mánudagskvöld kl. 20:00 í húsnæði Vesturafls, sem er staðsett í Mánagötu á milli Snerpu og Hjálpræðishersins.