þriðjudagur, október 13

Ný heimasíða Krabbameinsfélags Íslands !

Mynd tekin við opnun heimasíðunnar !Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði 8. október nýja og endurbætta heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að viðstöddum stjórnendum og starfsfólki félagsins. Heimasíðan er mikilvægt tæki fyrir þá sem leita upplýsinga um krabbamein og sem þurfa að nýta sér þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Með sama hætti og Krabbameinsfélagið vill vera í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn krabbameini á Íslandi vill félagið að heimasíða þess verði miðstöð þekkingar og upplýsinga um krabbamein.Þegar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði síðuna sagðist hún sjálf hafa komið í leitarstöð félagsins nokkuð reglulega frá því að hún var 20 ára og þær heimsóknir hefðu skipt sköpum í hennar lífi. „ Ég hvet alla en þó sérstaklega ungar konur til að vera duglegar að kynna sér vefinn og að mæta reglulega í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Vefurinn er miðill unga fólksins, þess vegna vænti ég þess að nýr og viðmótsþýður vefur Krabbameinsfélagsins gagnist vel til að koma upplýsingum og fræðslu til nýrra kynslóða.“

Sjá meira hér !