föstudagur, september 30

Hvunndagshetjur með bleika slaufu !

Zulukonur - hvunndagshetjur !

Hvunndagshetjurnar
Lóa Ara og Júlía rafvirki !
Hvunndagshetjurnar Lóa Ara og Júlía rafvirki fengu fyrstu bleiku slaufurnar á Vestfjörðum í dag. Í ár verður Safnahúsið bleikt og hægt verður að kaupa bleiku slaufuna í Samkaupum, Pennanum, Apótekinu, Heilsugæslunni, hjá Birki og Lóu og á skrifstofu okkar að Pollgötu 4. Saga bleiku slaufunnar í ár er að fengnar voru konur í Suður Afríku til að perla slaufurnar og tilheyra þær þorpinu Zulufadder. Flestar konurnar eru ömmur og annast þær margar 12-14 börn hver,  því börnin hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Í raun hefur heil kynslóð á þessu svæði horfið sökum sjúkdómsins. Með því að kaupa Bleiku slaufuna í ár er fólk því bæði að styrkja Krabbameinsfélag Íslands sem og Zulufadder þorpin og geta nú þessar konur brauðfætt betur þau börn sem eru í umsjá þeirra. Bleika slaufan er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands sem snýr að baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.