Framtakið skiptir félagið miklu máli
Tónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum voru haldnir í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sóttu um 400 manns tónleikana sem haldnir voru að frumkvæði Gunnars Atla Gunnarssonar á Ísafirði. Á tónleikunum komu fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Hildur Vala Einarsdóttir, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Kynnir var leikarinn Steinn Ármann Magnússon. Tónleikarnir þóttu heppnast vel fyrir utan rúmrar hálftíma langrar tafar sem varð vegna bilunar í flugvélar sem flutti stjörnurnar frá Reykjavík.
Framtak af þessu tagi skiptir félagið gríðarlega miklu máli og sýnir hve hugur þeirra sem að tónleikunum stóðu til félagsins er jákvæður og frábær í alla staði. Ég vil ítreka þakklæti fyrir hönd Sigurvonar til allra sem komu að tónleikunum en svona verður seint fullþakkað, segir Sigurður Ólafsson, formaður krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Allir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína en auk þess lögðu ýmsir aðrir hönd á plóg. Meðal styrktaraðila voru Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell. Þá leigði Ísafjarðarbær íþróttahúsið á 60 þúsund krónur í stað rúmlega 178 þúsund.
BÆJARINS BESTA, 26. ÁGÚST 2005.
Framtak af þessu tagi skiptir félagið gríðarlega miklu máli og sýnir hve hugur þeirra sem að tónleikunum stóðu til félagsins er jákvæður og frábær í alla staði. Ég vil ítreka þakklæti fyrir hönd Sigurvonar til allra sem komu að tónleikunum en svona verður seint fullþakkað, segir Sigurður Ólafsson, formaður krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Allir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína en auk þess lögðu ýmsir aðrir hönd á plóg. Meðal styrktaraðila voru Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell. Þá leigði Ísafjarðarbær íþróttahúsið á 60 þúsund krónur í stað rúmlega 178 þúsund.
BÆJARINS BESTA, 26. ÁGÚST 2005.
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim