fimmtudagur, febrúar 16

Vantar nafn á stuðningshópinn !!

Merki Krabbameinsfélagsins Sigurvonar eftir Hallvarð Aspelund. Þátttakendur í fyrstu samverustund ársins hjá stuðningshópi Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum fá að taka þátt í nafngift hópsins. Samverustundin verður haldin laugardaginn 18. febrúar kl. 11. Samverustundirnar hafa legið niðri um tíma af mörgum ástæðum. Nú hefjast þær á ný en markmið þeirra er að styðja við bak krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. Samverustundin fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins Sigurvonar en það hefur verið flutt og er nú til húsa að Suðurgötu 9 á Ísafirði. Opnunartími skrifstofu félagsins er enn sá sami, sem og sími. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10–12 og á fimmtudögum frá 11-13.

thelma@bb.is