þriðjudagur, febrúar 5

Hefur búseta áhrif á líðan og bjargráð einstaklinga ?

MÁLSTOFA Á VEGUM HEILBRIGÐISDEILDAR
Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir lektor við heilbrigðisdeild HA og sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga heldur fyrirlestur fimmtudaginn 7. febrúar í stofu L201 að Sólborg kl. 12:10-12: 55. Margir Íslendingar sem greinast með krabbamein þurfa að sækja meðferð í öðrum landshlutum. Sýnt hefur verið fram á að það að greinast með krabbamein og gangast undir meðferð eykur andlegt álag en lítið er vitað um hvort búseta skipti þar máli. Rannsóknarniðurstöður sem hér verða til umfjöllunar beinast að því hvort munur sé á andlegu álagi og bjargráðum hjá þeim hópi sjúklinga sem fær meðferð á heimaslóð annars vegar og hins vegar hjá þeim sem þurfa að ferðast langan veg og dvelja að heiman vegna meðferðar. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort kynjamunur væri á andlegu álagi og bjargráðum, hvort aldur skipti þar máli og hvaða þættir gætu haft áhrif á líðan. Hefur búseta áhrif á líðan og bjargráð einstaklinga í lyfja og geislameðferð vegna krabbameins?
Málstofan er öllum opin.
ATH! Málstofan verður send út í beinni útsendingu á slóðinni http://ikarus.unak.is/ha_malstofa
Ef áhugi er á að vera í fjarfundasambandi er hægt að gefa upp IP-númer á netfangið: gudfinna@unak.is

Háskólinn á Akureyri Sólborg v/Norðurslóð 600 Akureyri sími: 460 8000 www.unak.is