fimmtudagur, febrúar 14

Orlofsdvöl að Löngumýri 2008 !

matsalurÁ sumri komandi verður framhald á orlofsdvöl að Löngumýri.

Verða í boði 3 tímabil, 4.-8. júlí, 28. júlí – 1. ágúst. Síðasta tímabilið er svo eftir verslunarmannahelgi 4.-8. ágúst.

Dagskráin er einföld. Lögð er áhersla á góðan mat, hreyfingu við hæfi, fræðsluerindi, helgistundir, kvöldvökur, en umfram allt jákvætt andúmsloft og viðmót. Farið er í eitt ferðalag um Skagafjörð eða nágrenni. Pláss er fyrir allt að 30 manns í 17 herbergjum. Heitir pottar, kapella, hlýleg setustofa og rúmgóður matsalur.

Fyrir þá sem setja akstur út á land fyrir sig þá gengur áætlun Hópferðamiðstöðvarinnar alla daga og ekur fólki hingað heim í hlað fyrir eitt orð.

Hvetjum við fólk til að sækja um, en Sigurvon greiðir alfarið dvalarkostnað fyrir sína félaga í Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Hægt er að senda inn beiðnir um orlofsdvöl á netfangið sigurvon@snerpa.is og hringja í síma 456 5650 !