föstudagur, október 2

Safnahúsið baðað bleiku ljósi !

bb.is 02.10.2009 11:24
Árveknisátak gegn brjóstakrabbameini er hafið ! Safnahúsið á Ísafirði verður baðað bleiku ljósi út október en mánuðurinn að vanda helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini um allan heim. Er það liður í alþjóðlegu árveknisátaki sem nú er hrint af stað tíunda árið í röð að frumkvæði Estée Lauder. Bleik slaufa er tákn átaksins og hófst sala á henni í gær en sjaldan hefur verið meiri þörf á að styðja við starfsemi Krabbameinsfélagsins en nú. Allur ágóði af sölu bleiku slaufunnar fer að þessu sinni til leitarstarfs Krabbameinsfélags Íslands. Slaufan í ár er hönnuð af Sif Jakobs, sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu fyrir skartgripahönnun sína, og veitti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrstu slaufunni viðtöku í gær.

Tíu ár eru frá því að árveknisátaki um brjóstakrabbamein var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.

thelma@bb.is