þriðjudagur, desember 1

Jólakortasala gengur vel !

Frétt af vef bb.is
bb.is 01.12.2009 13:09
Jólakort Krabbameinsfélagsins Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum hafa fengið góðar viðtökur. Svo vel hafa þau selst að þörf var á annarri prentun og er von á henni í lok vikunnar. Þá hefur einn aðili á Suðurlandi pantað hjá Sigurvon 100 stykki sem hann hyggst selja erlendum viðskiptavinum sínum. Að þessu sinni eru kortin prýdd myndum áhugaljósmyndarans Ágústar G. Atlasonar. Önnur myndin er af dansi norðurljósa yfir Skutulsfirði en á hinni hefur ljósmyndarinn fest á filmu friðsæld aðventunnar í miðbæ Ísafjarðar. Ágóði af sölu kortanna rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Þau fást í verslunum víða um Vestfirði en einnig er hægt að panta þau í símum 897 5502 og 456 5650.

thelma@bb.is