
Mikil tiltekt hefur farið fram á skrifstofu Sigurvonar síðustu daga og eins og alltaf finnst eitthvað sem hefur hreinlega horfið tímabundið "neðst í bunkann". Kom í ljós myndadiskur sem sendur hafði verið vestur eftir Formannafund KÍ, sem haldinn var á Ísafirði í október 2007. Alltaf gaman að skoða "
gamlar" myndir og
látum við þær flakka hér.
Smá galli er á uppsetningunni, en ýta þarf á myndina efst til vinstri til að koma myndasýningu í gang. Gott að ýta á F11 til að myndasýning fylli skjáinn í tölvunni. Til stendur að
flytja skrifstofu Sigurvonar að Pollgötu 4 og eru framkvæmdir þar á fullu. Ekki er ljóst hvort næst að flytja fyrr en eftir páska, en við látum vita þegar allt brestur á. Nú er
Sigurvon komin á Facebook og tilvalið að gerast meðlimur í þeim hópi svo hægt sé að fylgjast með nýjustu fréttum :-)
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim