Ágóðinn um hálf milljón króna
Ágóði góðgerðartónleika Krabbameinsfélagsins Sigurvonar sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Torfnesi í lok ágúst er um hálf milljón króna samkvæmt fyrstu tölum. Ég er því miður ekki kominn með nákvæmar tölur en þetta verður örugglega um eða yfir hálfa milljón, segir Gunnar Atli Gunnarsson skipuleggjandi tónleikanna. Allir sem komu að tónleikunum nema ljósamaðurinn Friðþjófur Þorsteinsson gáfu vinnu sína en settur var upp ljósabúnaður sem vegur 1.200 kg og er það stærsta ljósakerfi sem notað hefur verið á Vestfjörðum. Á tónleikunum komu fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Leikarinn Steinn Ármann Magnússon var kynnir. Tónleikarnir voru haldnir þriðja árið í röð og í fyrsta sinn söfnuðust um 60 þúsund krónur og yfir 100 þúsund í fyrra. Stefnt er að því að tónleikarnir verði árlegur viðburður.
Styrktaraðilar tónleikanna voru Íslandsbanki, TM, Office 1, Sparisjóður Vestfirðinga, Flugfélag Íslands, Vífilfell, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, Hárkompaní, Gamla Bakaríið, Póls og Landflutningar-Samskip. Þá gaf Ísafjarðabær ríflega 120 þúsund króna afslátt af leigu íþróttahússins..
BÆJARINS BESTA, 6. SEPTEMBER 2005.
Styrktaraðilar tónleikanna voru Íslandsbanki, TM, Office 1, Sparisjóður Vestfirðinga, Flugfélag Íslands, Vífilfell, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, Hárkompaní, Gamla Bakaríið, Póls og Landflutningar-Samskip. Þá gaf Ísafjarðabær ríflega 120 þúsund króna afslátt af leigu íþróttahússins..
BÆJARINS BESTA, 6. SEPTEMBER 2005.
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim