miðvikudagur, nóvember 17

AÐVENTUHELGI AÐ LÖNGUMÝRI !

AÐVENTUHELGI AÐ LÖNGUMÝRI
26. – 28. nóvember fyrir
Ekkla og Ekkjur

Í nóvember verður aðventuuhelgi að Löngumýri í Skagafirði þar sem áherslan er á notalegt andrúmsloft í fallegu umhverfi. Á meðal þess sem er í boði má nefna að skrifa jólakortin, njóta samveru, hafa gaman saman, fara í gönguferðir og njóta alls þess besta sem Löngumýri og Skagafjörður bjóða uppá.

Dagskrá:
Föstudagur 26. nóvember:
Mæting að Löngumýri á þeim tíma sem hverjum hentar eftir hádegi. Kvöldmatur.

Laugardagur 27. nóvember:
Morgunverður. Frjáls tími og handverks og listakona úr sveitinni kemur og  færir hugmyndir upp á disk. Hádegisverður, kaffi og kvöldverður.
Samvera og  kvöldvaka eins og  þær gerast bestar.

Sunnudagur 28. nóvember:
Morgunverður. Frjáls tími og aðventusamkoma  í Miklabæjarkirkju. Hádegisverður og kaffi.
Heimferð frá Varmahlíð kl. 16.25.

Gisting og fæði frá föstudegi fram á sunnudag kr.18.000.

Hægt er að fara á einkabíl en einnig fer rúta frá BSÍ Reykjavík á föstudeginum kl. 8:30 og kl. 17.00 og fólk sótt í Varmahlíð. Látið vita við skráningu hvort á komið er með rútu og á hvaða tíma. Kostnaður í rútu er 8.100 aðra leið (16.000 fram og tilbaka).
(5700 fyrir eldri borgara aðra leið).

Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst asdisk@krabb.is eða í síma 540 1912 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og www.krabb.is

Krabbameinsfélagið Sigurvon býður félögum sínum frítt uppihald og frítt í rútu frá R-vík. !