Fréttatilkynning - Ályktun !
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði |
Krabbameinsfélagið Sigurvon tekur heilshugar undir ályktun sem lögð var fram á borgarafundi 7. okt. s.l. og telur miður ef yfirvöld sjá ekki að sér í þessum efnum og bindi annars endahnút á þann árangur og umbætur sem Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur unnið að undanfarin ár. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á stjórnarfundi Sigurvonar 12. október s.l.: “Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu Sigurvonar 12. október 2010 hafnar alfarið þeim stórfellda niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum sem lagður er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar með yrði bundinn endi á þann árangur og umbætur sem Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur staðið að f.h. sinna félagsmanna undanfarin ár. Stjórnin krefst þess að fallið verði frá boðuðum niðurskurði á sjúkrasviði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og tryggt verði að Vestfirðingar búi við sambærilegt öryggi í heilbrigðismálum og aðrir landsmenn”.
Stjórn Sigurvonar
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim