Hvunndagshetju veitt Bleika slaufan !

Hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum var Geirþrúður fyrir valinu. Hún fékk brjóstakrabbamein 34 ára að aldri og eftir baráttu og sigur gegn sjúkdóminum hefur hún verið ötull stuðningsmaður í stríðinu gegn krabbameini. Ekki síst í gegnum Samhjálp kvenna sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum en þar hefur Geirþrúður verið meðal forystumanna í áraraðir.
Um 15 þúsund konur koma í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð á hverju ári og um fimm þúsund konur mæta í krabbameinsleit á vegum félagsins um allt land. Þetta veitir okkur tækifæri til að kynna konum ýmsar leiðir til að hafa áhrif á heilsuna, og það ætlum við að nýta okkur enn frekar,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
„Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Slaufan kostar 1.500 krónur og er hönnuð af Ragnheiði I. Margeirsdóttur vöruhönnuði sem vann samkeppni Bleiku slaufunnar í ár. Innblástur er sóttur í þjóðleg klæði formæðra okkar, íslenska þjóðbúninginn og það sem honum fylgir.
thelma@bb.is
Bleika slaufan fæst í Apótekinu, Samkaupum og Pennanum/Eymundsson á Ísafirði !
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim