Vinir í von hittast og skipuleggja vetrarstarfið !
Vinir í Von hittust kl. 13 í dag að Pollgötu 4, nýju aðstöðu Sigurvonar, fengu sér kaffi og meðlæti og skipulögðu vetrarstarfið. Ákveðið var að hittast 2. og 4. hvern laugardag kl. 11 að Pollgötu 4, þ.s. starfið hófst óvenju seint í vetur er aftur hittingur næsta laugardag, eða 30. október, svo 13. nóvember, 27. nóvember og 11. desember. Einnig var ákveðið að koma saman á 1. miðvikudagskvöldi hvers mánaðar og ýmist prjóna, föndra, tálga eða taka í spil og fyrsti kvöldhittingurinn er miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20:00 að Pollgötu 4 og næsti 1. desember kl. 20:00. Boðið verður upp súpu og meðlæti á laugardögum, haldið áfram göngutúrum í hádeginu, haldin ýmis námskeið s.s. sápugerð og boðið upp á fyrirlestra. Einnig er möguleiki á að hittast í Vesturafli í Mjallargötu, en verður það boðað sérstaklega og auglýst. Allar nánari upplýsingar um fundi Vina í Von er að finna hér hægra megin á síðunni, með því að smella á "Vinir í Von 2010" !
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim