miðvikudagur, febrúar 15

Hólmavíkurkirkja böðuð bleikri birtu

Hólmavíkurkirkja verður lýst upp í bleikri birtu út október til að minna á alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini. Krabbameinsfélagið Sigurvon stóð fyrir því að lýsa upp Hólmavíkurkirkju en byggingar víða um land hafa verið baðaðar bleikum ljósum í mánuðinum og má þar nefna Safnahúsið á Ísafirði og Bessastaði. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hundruð mannvirki og náttúruundur í fjörutíu löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagara fossarnir og Harrods í London. Árveknisátakið er nú haldið hér á landi í sjötta sinn en frumkvæði að því hafði snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder. Markmiðið er að vekja athygli á brjóstakrabbameini, fræða fólk um sjúkdóminn og hvetja konur til að nýta sér boð leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.

BÆJARINS BESTA, 19. OKTÓBER 2005.