Sigurður Ólafsson kosinn formaður
Sigurður Ólafsson (Bíi) á Ísafirði hefur verið kjörinn formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum. Hann tekur við af Sigrúnu Sigurðardóttur, sem fluttist til Ólafsfjarðar fyrr í vetur. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 19. mars 2003. Starfsmaður Sigurvonar, Gylfi Þór Gíslason, sem jafnframt var fundarstjóri, las skýrslu fráfarandi formanns um starfið frá stofnun félagsins fyrir 16 mánuðum. Fram kom, að nú í byrjun mars barst félaginu höfðingleg peningagjöf frá hjónunum Halldóri Magnússyni og Ingu Magnúsdóttur til minningar um dóttur þeirra, Steinunni Björgu Halldórsdóttur, sem lést úr krabbameini fyrir tæpu ári.
Í vetur barst félaginu einnig peningagjöf frá Starfsmannafélagi Bakka. Þegar félagið var lagt niður var ákveðið að láta sjóð þess renna til Sigurvonar.
Fyrirhugað var að á fundinn í gær kæmi Bjarni Jónasson læknir, varaforseti Norrænu samtakanna um læknaskop, og héldi fyrirlestur um lækningahúmor. Bjarni komst ekki en í staðinn las fundarstjóri valda læknabrandara úr öllum bindunum af Nýjum vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartarsonar. Einnig tók Hallgrímur Kjartansson læknir á Ísafirði áskorun sem kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og kom með sögu af sjálfum sér.
Í skýrslu formanns kom fram, að fráfarandi stjórn hefði einsett sér að kynna félagið sem best á norðanverðum Vestfjörðum. Það var meðal annars gert með útgáfu fréttabréfs og opnum fundum og með því að bleikja Safnahúsið á Ísafirði (gamla sjúkrahúsið), svo eitthvað sé nefnt. Eina viku í október var húsið sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fór á kvöldin. Með þessu var verið að minna á starf Sigurvonar og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með svipuðum hætti.
Í skýrslu sinni kvaðst Sigrún Sigurðardóttir hafa átt mjög mjög ánægjulega tíma í starfi formanns, svo langt sem það náði, því ég færði svo til allt í hendur Gylfa þegar ég flutti eftir eitt ár sem formaður. Hún þakkaði stjórninni fyrir mjög ánægjulegt samstarf og sagði að það hefði verið mjög góður hópur.
Prentuð hafa verið sérstök minningarkort til styrktar Sigurvon og eru þau seld á nokkrum stöðum á Ísafirði og í nágrenni. Félagið hefur einnig sett upp heimasíðu og er þar að finna allar upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Söfnun félagsmanna hefur gengið mjög vel og eru þeir nú komnir yfir 200. Enn er að sjálfsögðu hægt að ganga í félagið með því að hafa samband við einhvern í stjórninni. Innheimta félagsgjalda fer fram með gíróseðli frá Sparisjóði Vestfjarða og er árgjaldið 1.500 krónur.
Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Sigrún Sigurðardóttir, formaður, Hallgrímur Kjartansson, Sigríður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Jóhann Magnússon. Varamenn voru Ásthildur Gestsdóttir og Ólafía Aradóttir.
Nú voru, auk Sigurðar Ólafssonar, kjörin í stjórn þau Ólafía Aradóttir, Jóhann Magnússon, Auður H. Ólafsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar Oddný Birgisdóttir og Árný Halldórsdóttir. Þess má geta, að Sigurður Ólafsson var helsti hvatamaðurinn að stofnun Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Kaffiveitingar á aðalfundi Sigurvonar voru í boði Sparisjóðs Vestfjarða.
21. MARS 2003.
Í vetur barst félaginu einnig peningagjöf frá Starfsmannafélagi Bakka. Þegar félagið var lagt niður var ákveðið að láta sjóð þess renna til Sigurvonar.
Fyrirhugað var að á fundinn í gær kæmi Bjarni Jónasson læknir, varaforseti Norrænu samtakanna um læknaskop, og héldi fyrirlestur um lækningahúmor. Bjarni komst ekki en í staðinn las fundarstjóri valda læknabrandara úr öllum bindunum af Nýjum vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartarsonar. Einnig tók Hallgrímur Kjartansson læknir á Ísafirði áskorun sem kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og kom með sögu af sjálfum sér.
Í skýrslu formanns kom fram, að fráfarandi stjórn hefði einsett sér að kynna félagið sem best á norðanverðum Vestfjörðum. Það var meðal annars gert með útgáfu fréttabréfs og opnum fundum og með því að bleikja Safnahúsið á Ísafirði (gamla sjúkrahúsið), svo eitthvað sé nefnt. Eina viku í október var húsið sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fór á kvöldin. Með þessu var verið að minna á starf Sigurvonar og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með svipuðum hætti.
Í skýrslu sinni kvaðst Sigrún Sigurðardóttir hafa átt mjög mjög ánægjulega tíma í starfi formanns, svo langt sem það náði, því ég færði svo til allt í hendur Gylfa þegar ég flutti eftir eitt ár sem formaður. Hún þakkaði stjórninni fyrir mjög ánægjulegt samstarf og sagði að það hefði verið mjög góður hópur.
Prentuð hafa verið sérstök minningarkort til styrktar Sigurvon og eru þau seld á nokkrum stöðum á Ísafirði og í nágrenni. Félagið hefur einnig sett upp heimasíðu og er þar að finna allar upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Söfnun félagsmanna hefur gengið mjög vel og eru þeir nú komnir yfir 200. Enn er að sjálfsögðu hægt að ganga í félagið með því að hafa samband við einhvern í stjórninni. Innheimta félagsgjalda fer fram með gíróseðli frá Sparisjóði Vestfjarða og er árgjaldið 1.500 krónur.
Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Sigrún Sigurðardóttir, formaður, Hallgrímur Kjartansson, Sigríður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Jóhann Magnússon. Varamenn voru Ásthildur Gestsdóttir og Ólafía Aradóttir.
Nú voru, auk Sigurðar Ólafssonar, kjörin í stjórn þau Ólafía Aradóttir, Jóhann Magnússon, Auður H. Ólafsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar Oddný Birgisdóttir og Árný Halldórsdóttir. Þess má geta, að Sigurður Ólafsson var helsti hvatamaðurinn að stofnun Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Kaffiveitingar á aðalfundi Sigurvonar voru í boði Sparisjóðs Vestfjarða.
21. MARS 2003.
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim