Jólakort Sigurvonar komin út

Síðdegissól við Skutulsfjörð eftir Reyni Torfason prýðir annað jólakorta Sigurvonar.
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort með myndum eftir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar Reyni Torfason. Málverkin bera nöfnin Síðdegissól í Skutulsfirði og Vetur og Máni og voru þau bæði máluð upp úr aldamótum. Reynir var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í febrúar. Hann hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum, bæði einka- og samsýningar. Verk hans má sjá víða og eru þau jafnt í eigu einstaklinga sem fyrirtækja og félagsamtaka. Jólakort Sigurvonar má nálgast í Bókhlöðunni, Blómaturninum, Birki ehf., Húsasmiðjunni, Skóhorninu, Hafnarbúðinni og einnig á skrifstofu félagsins. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Skrifstofa félagsins er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, og er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13.
thelma@bb.is
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim