Jólakort Sigurvonar komin út
bb.is | 09.11.05 | 15:06
Síðdegissól við Skutulsfjörð eftir Reyni Torfason prýðir annað jólakorta Sigurvonar.
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort með myndum eftir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar Reyni Torfason. Málverkin bera nöfnin Síðdegissól í Skutulsfirði og Vetur og Máni og voru þau bæði máluð upp úr aldamótum. Reynir var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í febrúar. Hann hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum, bæði einka- og samsýningar. Verk hans má sjá víða og eru þau jafnt í eigu einstaklinga sem fyrirtækja og félagsamtaka. Jólakort Sigurvonar má nálgast í Bókhlöðunni, Blómaturninum, Birki ehf., Húsasmiðjunni, Skóhorninu, Hafnarbúðinni og einnig á skrifstofu félagsins. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Skrifstofa félagsins er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, og er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13.
thelma@bb.is
Síðdegissól við Skutulsfjörð eftir Reyni Torfason prýðir annað jólakorta Sigurvonar.
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort með myndum eftir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar Reyni Torfason. Málverkin bera nöfnin Síðdegissól í Skutulsfirði og Vetur og Máni og voru þau bæði máluð upp úr aldamótum. Reynir var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í febrúar. Hann hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum, bæði einka- og samsýningar. Verk hans má sjá víða og eru þau jafnt í eigu einstaklinga sem fyrirtækja og félagsamtaka. Jólakort Sigurvonar má nálgast í Bókhlöðunni, Blómaturninum, Birki ehf., Húsasmiðjunni, Skóhorninu, Hafnarbúðinni og einnig á skrifstofu félagsins. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Skrifstofa félagsins er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, og er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13.
thelma@bb.is
0 Auka:
Skrifa ummæli
<< Heim