fimmtudagur, febrúar 16

Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð - Ljósið

Ljósið - NeskirkjuSkólstæðingar og aðstandendur krabbameinsgreindra hafa aðgang að endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni. Leitast er við að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólk upplifir sig velkomið.
Í starfsemin Ljóssins er boðið uppá einstaklings- og hópastarf í samvinnu með iðjuþjálfa, með það að markmiði að efla athafnir daglegs lífs, auka frumkvæði, styrkja sjálfstraust, draga úr kvíða, streitu, efla félagsleg tengsl, heilsu og lífsgæði almennt.

Miðstöðin er opin fyrir fólk á meðan það er í meðferð og eins eftir að það hefur lokið meðferð en þarf á stuðningi að halda.

Eftirfarandi eru nokkur dæmi um heilsueflandi verkefni sem boðið er upp á í dag.

Sjálfstyrking þar sem áhersla er lögð á jákvæðni og samhug m.a. útfrá geðorðunum.

Leirlist 2 hópar, yngri, eldri.

Jóga 2 hópar, léttur, erfiður

Handverkshús 2 sinnum í viku, allskonar handverk bæði fyrir karla og konur.

Gönguhópar 2 sinnum í viku.

Í undirbúningi er námskeið fyrir yngsta hópinn ca. 18-25 ára þar sem fræðsla, mataræði og almenn heilsuefling fer fram.

Auk þess er stefnt að margskonar fræðslu frá fagaðilum og fl.

Þeir sem hafa áhuga á endurhæfingu hjá Ljósinu geta annaðhvort haft samband í síma 561-3770, gsm 695-6636, eða sent inn læknisbeiðni.

Heimilisfangið er:
Ljósið, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð
Neskirkja
Hagatorg
107 Reykjavík.
www.ljosid.org