miðvikudagur, maí 24

Vinir í von með kosningakaffi !

Vinir í von funda n.k. laugardag 27. maí kl. 11:00 á sjálfan kosningadag ! Ræðum málin yfir kaffibolla hér að Suðurgötu, tökum sprettinn og kjósum saman !

Karlakórinn Ernir með styrktartónleika

Karlakórinn ErnirÁgætu Vestfirðingar og aðrir landsmenn ! Karlakórinn Ernir (norðanverðum Vestfjörðum) heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. júní, annan í hvítasunnu kl. 15.00. Í kórnum eru um 50 manns. Stjórnandi kórsins er María Jolanta Kowalczyk og undirleikari er systir hennar Elzbieta Anna Kowalczyk. Tónleikarnir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon á Vestfjörðum. Burt fluttir Vestfirðingar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Dagskráin er afar fjölbreytt og skemmtileg. Aðgangseyrir er frá 1000 krónum. Að loknum tónleikunum fer kórinn í tónleikaferð til Póllands sem stendur yfir í eina viku.
Heimasíða kórsins heitir ,,ernir.it.is
Ferða- og tónleikanefnd

Strandvegagangan !

Jón E GuðmundssonViljum vekja athygli á heimasíðu Jóns E Guðmundssonar strandvegagöngumanns. Jón heldur úti bloggi þar sem hægt er að fylgjast með ferðum hans í þessari styrktargöngu