fimmtudagur, maí 31

Orlofsdvöl á Löngumýri 2007

Orlofsdvöl í boði Sigurvonar fyrir þá sem vilja þiggja !Í boði er orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka og maka þeirra að Löngumýri í Skagafirði. Langamýri er rólegur staður í miðjum Skagafirði og þar eru góð rúm, góður matur, heitur pottur og fallegur garður. Allt er þetta á einni hæð. Næsta dvöl er dagana 6. - 10. ágúst. Krabbameinsfélagið Sigurvon tekur þátt í öllum kostnaði nema ferð á staðinn. Hægt er að senda inn beiðnir um styrk á netfangið sigurvon@snerpa.is og hringja í síma 456 5650.

Dagskrá:
6. ágúst
Mæting frá kl.16-18. Gestir koma sér fyrir á herbergjum og hvílast.
19:00. Kvöldverður.
20:00. Kynning á dagskrá og gestum.
7. ágúst
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13.00 Hádegisverður
13:00-13:40 Hvíld
14:00-15:30 Létt ganga um Varmahlíðarskóg upp á Reykjarhól eða um nágr..
15:30-16:00 Kaffi
16:00-18:00 Frjáls tími
18:30-19:30 Kvöldverður
20:00- Fræðslukvöld
8. ágúst
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Ferðalag
18:30-19:30 Kvöldverður
9. ágúst
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Grillveisla
20:00 Kvöldvaka. Fjölbreytt dagskrá.
10. ágúst
08:30-10:00 Morgunverður
10:30-11:30 Helgistund í kapellunni á Löngumýri
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Brottför

þriðjudagur, maí 1

Fundur fellur niður !

Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður fundur sem fyrirhugaður var á Hólmavík n.k. laugardag, 5. maí. Breyttur fundartími verður nánar auglýstur síðar