þriðjudagur, desember 29

Nýárskveðja !

þriðjudagur, desember 22

Gleðileg jól og farsælt komandi ár !

Sigurvon og
Vini
r í von
óska félögum sínum,
velunnurum sem og
landsmönnum öllum

gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.

Þökkum samstarf, stuðning
og velvilja á líðandi ári

og hlakkar okkur til áframhaldandi samstarfs !

laugardagur, desember 12

Vinir í von og húllahringir !

Lóa Ara í góðu formi !
Vinir í von komu saman í morgun og áttu góðar stundir. Byrjað var á hressandi göngutúr undir stjórn Auðar Ólafs, en Heiðrún Björns snaraði fram súpu og meðlæti á meðan. Allir komu saman um kl. 12 og fór fram húllahringja kynning. Kristín Kjartansdóttir sá um kynningu og vöktu þeir mikla lukku og athygli og verða pottþétt undir mörgum jólatrjám í ár. Súpa og spjall hélt áfram og er stefnt á næsta hitting snemma í janúar og verður hann auglýstur nánar síðar hér á vefnum, með tölvupósti og símtölum.

fimmtudagur, desember 3

Vinir í von koma saman 12. desember !

Vinir í von koma næst saman laugardaginn 12. desember kl. 11 og hittast á sama stað og síðast, eða Mánagötu 6. Heitt verður á könnunni og spjall og samvera fyrir þá sem vilja og göngutúr fyrir þá sem treysta sér til. Allir koma svo saman í súpu í hádeginu og verður þá einnig boðið upp á kynningu á húllahringjum. Um kynninguna sér ísfirðingurinn Kristín Kjartansdóttir og ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara. Hvetjum félaga til að fjölmenna !

þriðjudagur, desember 1

Jólakortasala gengur vel !

Frétt af vef bb.is
bb.is 01.12.2009 13:09
Jólakort Krabbameinsfélagsins Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum hafa fengið góðar viðtökur. Svo vel hafa þau selst að þörf var á annarri prentun og er von á henni í lok vikunnar. Þá hefur einn aðili á Suðurlandi pantað hjá Sigurvon 100 stykki sem hann hyggst selja erlendum viðskiptavinum sínum. Að þessu sinni eru kortin prýdd myndum áhugaljósmyndarans Ágústar G. Atlasonar. Önnur myndin er af dansi norðurljósa yfir Skutulsfirði en á hinni hefur ljósmyndarinn fest á filmu friðsæld aðventunnar í miðbæ Ísafjarðar. Ágóði af sölu kortanna rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Þau fást í verslunum víða um Vestfirði en einnig er hægt að panta þau í símum 897 5502 og 456 5650.

thelma@bb.is