fimmtudagur, maí 31

Aðalfundur KÍ og "Samráðsfundur"

Samráðsfundur starfsmanna allra aðildarfélaga hittust föstudaginn 16. maí og funduðu og síðan var aðalfundur Krabbameinsfélagsins laugardaginn 17. maí. Miklar umræður urðu m.a. um velunnarakerfið og hafnaði aðalfundur því að neinar breytingar yrðu gerðar á því fyrirkomulagi strax. Var því ákveðið að nefndin myndi fara betur yfir stöðu mála og í meira samráði við aðildarfélögin áður en neinar breytingar yrðu gerðar. Sigurvon hefur verið með í sölu bókina Sólrúnir eftir ísfirðinginn Pétur Geir Helgason. Hann mun mæta á Ísafjörð seinni partinn í júní og árita ljóðabók sína og verður það auglýst nánar síðar. Starfsmaður Sigurvonar, Ingibjörg Snorra lætur af störfum í dag eftir ríflega 8 ára störf og biður hún fyrir bestu kveðjur til allra og þakkar gott og skemmtilegt samstarf. Hún mun verða félaginu innanhandar eftir þörfum næstu vikur og mánuði, eða þar til nýr starfsmaður hefur verið ráðinn.