þriðjudagur, maí 19

Orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúklinga !

Sigurvon býður félögum sínum fría gistingu og uppihald í orlofsdvöl !
Hægt er að hafa samband í síma 456 5650 eða senda tölvpóst á sigurvon@snerpa.is til að sækja um orlöfsdvöl !
Orlofsdvöl (hvíldardvöl) á Löngumýri í Skagafirði í er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Skagafjarðar, Dugs stuðningsfélags krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra í Skagafirði og kirkjunnar. Fyrst og fremst er hugmyndin að gefa fólki sem er á milli meðferða, hefur lokið meðferð eða fólki sem hefur lagt sig fram í starfi innan þessa málaflokks tækifæri til að safna kröftum og njóta samkenndar í góðu umhverfi með hæfilegri áreynslu, fræðslu og í návist maka eða aðstandenda. Lögð er áhersla á góðan mat, hreyfingu við hæfi, fræðsluerindi, helgistundir, kvöldvökur, en umfram allt jákvætt andrúmsloft og viðmót. Orlofsdvölin er ætluð fólki af öllu landinu. Sumarið 2009 verður boðið upp á a.m.k. þrjú 5 daga hvíldartímabil sem eru: 12. - 17. fyrir ekkla og ekkjur og 27. – 31. júlí. Síðasta tímabilið verður 3.- 8. ágúst. Nánari upplýsingar fást hjá Maríu Reykdal, formanni Dugs, í síma 863 6039 og hjá Gunnari Rögnvaldssyni staðarhaldara á Löngumýri í síma 453 8116.

Orlofsdvöl á Eiðum í umsjón Krabbameinsfélags Austfjarða og Austurlands verður 28. – 30. ágúst 2009. Er boðið upp á fræðslu og skemmtun. Upplýsingar fást hjá Önnu Heiðu í síma 474 1530 eða Álfheiði í síma 898 1530, netfang: kraus@simnet.is

Orlofsvikur á Sólheimum í Grímsnesi eru síðustu vikuna í maí og síðustu vikuna í ágúst ár hvert. Einnig er boðið upp á orlofsdvöl í Bláa lóninu síðustu vikuna í janúar. Orlofsdvölin er í boði Bergmáls og skráning fer fram hjá Kolbrúnu Karlsdóttur í síma 587 5566 netfang bergmal@hive.is . Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni http://www.bergmalid.is/

þriðjudagur, maí 12

Bætt hugsun - betri líðan !

Var á virkilega skemmtilegum og fróðlegum samráðsfundi KÍ, en þá koma saman allir starfsmenn svæðafélaga KÍ víða af landinu. Mættu starfsmenn frá Reyðarfirði, Skagafirði, Akureyri, Akranesi, Selfossi, Keflavík og Ísafirði. Það vakti athygli mína þegar ég hlustaði á fyrirlestur Maríu Reykdal, en hún kynnti rannsókn sína "Fræðslunámskeið frir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra". Kom m.a. fram þar að umræðuhópar eru ekki að virka, ef engin fræðsla er. Mestum árangri skilar þegar fólk fær fræðslu um krabbamein og hvaða aðstoð er í boði o.s.frv. Sat líka kynningu á námskeiði hjá Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi salarafl@salarafl.is. Kynnti hún fyrir okkur stuðning Krafts. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við starfsmennirnir vorum allir sammála um að þetta væri nauðsynlegt námskeið, ekki síður fyrir starfsmenn, en stuðningsfulltrúa. Hægt er að hafa beint samband við stuðningsnet Krafts í síma 866-9618 eða á netfangið studningsnet@kraftur.org