fimmtudagur, mars 5

Fermingarbörn ættu ekki að fara í ljós !

Nú er að hefjast átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er sjötta árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu "Hættan er ljós". Birtar verða auglýsingar á vefsíðum, ma. Facebook, og fjallað um málið í fjölmiðlum.

sunnudagur, mars 1

Átakið „Karlmenn og krabbamein“ hafið !

Átakið „Karlmenn og krabbamein“ hófst í dag og stendur til 15. mars. Átakið er á vegum Krabbameinsfélagsins. Yfirskrift átaksins er „Lífsstíll, heilsa og mataræði“ og er áhersla lögð á að það sé aldrei of seint að taka upp heilbrigðan lífsstíl og bæta bæði lífsgæði sín og lengja lífið. Átakið stendur yfir frá 1.-15. mars og verða seldir sérstakir styrktarmiðar í fjölda verslana til styrktar átakinu. Einnig verða þrílit bindi, í litum átaksins, til sölu í verslunum Herragarðsins. Þá gefst fyrirtækjum kostur á að kaupa silfurlitar slaufur til styrktar átakinu! Á Ísafirði má styrkja átakið í verslunum Eymundsson (Bókhlaðan), Samkaupum og Bónus ! Hér er bæklingur átaksins !