föstudagur, mars 7

"Átakið "karlmenn og krabbamein" !

Karlar  með krabbamein !Karlmenn og krabbamein er yfirskrift tveggja vikna átaks Krabbameinsfélags Íslands sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ýtti formlega úr vör í gær. Við sama tækifæri var opnaður vefur átaksins á slóðinni http://www.karlmennogkrabbamein.is/ Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til sérstaks átaks um karlmenn og krabbamein hér á landi.
Öll fréttin á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1326156
Einnig má lesa blogg í tenglsum við þetta átak hér http://steinar40.blog.is/blog/steinar40/

þriðjudagur, mars 4

Hættan er ljós !

Hættan er ljós !
Fréttatilkynning 29. febrúar 2008
Hættan er ljós
Varað við ljósabekkjanotkun fermingarbarna
Nú er að hefjast átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er fimmta árið sem þessir aðilar standa saman að fræðsluherferð undir slagorðinu "Hættan er ljós". Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu árum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að hafa í huga tilmæli alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið, eins og undanfarin ár.
Í kjölfar fræðsluherferðanna síðustu ár hefur dregið úr ljósabekkjanotkun ungs fólks og nokkrar sveitarstjórnir hafa hætt að bjóða upp á sólböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum sínum. Með herferðinni nú er stefnt að því að draga enn frekar úr ljósabekkjanotkuninni með því að minna á hættuna.
Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali um 50 manns á ári með sortuæxli í húð, rúmlega 50 með önnur húðæxli og um 220 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Ár hvert deyja að meðaltali átta Íslendingar úr sortuæxlum í húð.
Fræðsluefni:
http://www.geislavarnir.is/fraedsluefni/sol//nr/336
Nánari upplýsingar gefur Þorgeir Sigurðsson rafmagnsverkfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Sími: 847 0742.