þriðjudagur, maí 17

Lokahóf Vina í Von !

Vinir í Von fjölmenntu á lokahóf vetrarstarfsins s.l. föstudag og var mikið fjör. Boðið var upp á súpu og brauð og léttar veitingar með kaffinu. Slegið var upp Eurovision leik og verður niðurstaða birt síðar og vonandi sigurvegari :o) Sigurvon þakkar félögum Vina í Von skemmtilegt starf og fjölbreytt í vetur og þó sérstaklega þeim Heiðrúnu Björnsdóttur og Auði Ólafs, sem að mestu hafa haft umsjón með hittingum vetrarins. Í haust verður starf næsta veturs auglýst bæði hér á heimasíðunni okkar og eins í BB.

mánudagur, maí 16

BÍ styrkir Sigurvon
bb.is | 16.05.2011 | 14:56

Landsbankinn styrkir BÍ

Landsbankinn og Boltafélag Ísafjarðar hafa undirritað styrktarsamning til tveggja ára sem skiptist á milli yngri flokka félagsins og meistaraflokks. Landsbankinn mun þó í samræmi við stefnu sína afsala sér auglýsingum á búningum BÍ. Í stað þess valdi BÍ að merki Krabbameinsfélagsins Sigurvonar myndi prýða búninga félagsins næstu ár. Landsbankinn kynnti síðastliðið haust nýja stefnu í stuðningi bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni Samfélag í nýjan búning. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. 

Stofnaður verður áheitasjóður fyrir Sigurvon í útibúi Landsbankans á Ísafirði og mun bankinn greiða í sjóðinn ákveðna upphæð fyrir hvern sigur meistaraflokka BÍ/Bolungavíkur á Íslandsmótum. Það er því vonandi að sigrarnir verði margir þetta árið þar sem það kemur fleiri aðilum en Boltafélaginu til góða. Landsbankinn mun að auki í tilefni af stofnun áheitasjóðsins styrkja Sigurvon með styrk að upphæð 500.000 krónur. 

„Stjórn BÍ88 þakkar Landsbankanum kærlega fyrir styrkinn enda skýtur hann styrkari stoðum undir starf félagsins í baráttunni í öllum deildum og öllum flokkum. Það er líka afar ánægjulegt að nú skuli fleiri njóta góðs af fótboltanum en bara þeir sem hafa áhuga á honum,“ segir í tilkynningu. 

Áður en fyrsti leikur BÍ/Bolungarvíkur hófst í 1. deild á laugardag afhenti fulltrúi Landsbankans BÍ-mönnum ávísun upp á 500.000 krónur sem þeir afhentu formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. 

fimmtudagur, maí 12

Lokahóf Vina í Von 13. maí !

Vinir í von minna á lokahóf sitt föstudaginn 13. maí kl. 20 í húsnæði Sigurvonar. Boðið verður upp á súpu og brauð, en drykkir verða á ábyrgð hvers og eins ;o) Hvetjum alla til að mæta hressa og káta og taka með sér maka, vini og/eða vandamenn. Munið bara að hringja í Heiðrúnu Björns og tilkynna þátttöku í gsm 869 8286. Ljúkum starfinu með stæl :-D

þriðjudagur, maí 10

Starfsmannafundur og Aðalfundur KÍ

Dorrit og Bíi :o)
Samráðsfundur starfsmanna Svæðafélaga KÍ fór fram s.l. föstudag að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, eftir morgunfund og matarhlé var boðið upp á fyrirlestur um Áfallahjálp eftir Rúdolf Adolfsson. Aðalfundur KÍ fór fram á sama stað á laugardeginum, nema hvað boðið var upp á hádegisverð í Nauthól og hélt aðalfundur áfram þar á sama formi og þjóðfundir hafa verið haldnir. Að loknum fundi buðu forsetahjónin öllum að Bessastöðum í tilefni af 60 ára afmæli KÍ, þ.s. boðið var upp á léttar veitingar og allir fengu að skoða sig um.