miðvikudagur, nóvember 29

Office one - nýr sölustaður jólakorta !

Jólakortin fást í Office1Enn bætist í sölustaði jólakortanna, en þau fást nú m.a. í Hafnarbúðinni og Office1, sem staðsett er í Neista. Aðrir helstu sölustaðir jólakortanna á Ísafirði í ár eru, Húsasmiðjan, Birkir ehf., Skóhornið, Hlíf II, Blómaturninn, Heilsugæslan og Blómaval í Reykjavík og hvetjum við Ísfirðinga sem aðra að vera duglega að koma við í þessum verslunum.

miðvikudagur, nóvember 22

Jólakortin víða til sölu !

Jólakort 2006 teiknuð af Ómari Smára KristinssyniJólakort 2006 teiknuð af Ómari Smára Kristinssyni Jólakortin eru nú komin víða í sölu og má yfirleitt nálgast þau á sömu stöðum og minningarkort félagsins eru seld. Kostar stykkið 100 kr. og eru þau líka seld í búntum, 10 saman. Viljum við vekja athygli á að einn sölustaður dettur út í ár, en það er Penninn, minningarkort verða þó áfram til þar. Helstu sölustaðir jólakortanna á Ísafirði í ár eru, Húsasmiðjan, Birkir ehf., Skóhornið, Hlíf II, Blómaturninn og Heilsugæslan. Ánægjulegt er að segja frá nýjasta sölustað okkar, Blómaval í Reykjavík og hvetjum við Ísfirðinga sem aðra að vera duglega að koma við í þessum verslunum.

laugardagur, nóvember 4

Sigurvon fagnar 5 ára afmæli !

Sigurður Björnsson yfirlæknir flytur erindiSigurvon hélt upp á 5 ára afmæli sitt í dag með afmælisfundi á Hótel Ísafirði. Flutt voru erindi, Guðrún Jónsdóttir söng við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur og loks var kaffi og tertur í boði Sparisjóðs Vestfirðinga. Auður H Ólafsdóttir flutti ávarp f.h. félagsins og gestafyrirlesari var Sigurður Björnsson yfirlæknir og formaður stjórnar KÍ, flutti hann erindið "Stiklur um krabbamein". Hér má sjá frétt BB af afmælisfundinum og hér er hægt að hlusta á viðtal við starfsmann Sigurvonar, sem flutt var í þættinum "Samfélagið í nærmynd" 6. nóv. á Rás I. Félagið þakkar velvild í sinn garð og góðar undirtektir og óskir