þriðjudagur, nóvember 23

Aðalfundur Sigurvonar !

Aðalfundur Sigurvonar fór fram í gær og tókst mjög vel, mæting var góð og að loknum aðalfundarstörfum var kaffi í boði Vina í Von og Sparisjóðs Vestfirðinga. Ný stjórn var kosin eftirfarandi:
Formaður: Sigurður Ólafsson gsm: 897 5502 netfang: bii@simnet.is
Gjaldkeri: Guðfinna Sigurjónsdóttir gsm: 861 4659 netfang: gfm@simnet.is 
Ritari: Oddný Birgisdóttir gsm: 898 0711 netfang: ob@bb.is
Meðstjórnandi: Auður H Ólafsdóttir gsm: 692 3580 netfang: audgum@simnet.is 
Meðstjórnandi: Heiðrún Björnsdóttir gsm: 869 8286 netfang: heidrunbjorns@gmail.com 
Varamaður: Helena Hrund Jónsdóttir netfang: helenahrund@simnet.is 
Varamaður: Jóhanna Ása Einarsdóttir gsm: 895 3939 netfang: stebbij@snerpa.is. 
Sigurvon þakkar góða þátttöku og minnir jafnframt á hitting Vina í Von n.k. laugardag kl. 11:00 að Pollgötu 4 !

miðvikudagur, nóvember 17

AÐVENTUHELGI AÐ LÖNGUMÝRI !

AÐVENTUHELGI AÐ LÖNGUMÝRI
26. – 28. nóvember fyrir
Ekkla og Ekkjur

Í nóvember verður aðventuuhelgi að Löngumýri í Skagafirði þar sem áherslan er á notalegt andrúmsloft í fallegu umhverfi. Á meðal þess sem er í boði má nefna að skrifa jólakortin, njóta samveru, hafa gaman saman, fara í gönguferðir og njóta alls þess besta sem Löngumýri og Skagafjörður bjóða uppá.

Dagskrá:
Föstudagur 26. nóvember:
Mæting að Löngumýri á þeim tíma sem hverjum hentar eftir hádegi. Kvöldmatur.

Laugardagur 27. nóvember:
Morgunverður. Frjáls tími og handverks og listakona úr sveitinni kemur og  færir hugmyndir upp á disk. Hádegisverður, kaffi og kvöldverður.
Samvera og  kvöldvaka eins og  þær gerast bestar.

Sunnudagur 28. nóvember:
Morgunverður. Frjáls tími og aðventusamkoma  í Miklabæjarkirkju. Hádegisverður og kaffi.
Heimferð frá Varmahlíð kl. 16.25.

Gisting og fæði frá föstudegi fram á sunnudag kr.18.000.

Hægt er að fara á einkabíl en einnig fer rúta frá BSÍ Reykjavík á föstudeginum kl. 8:30 og kl. 17.00 og fólk sótt í Varmahlíð. Látið vita við skráningu hvort á komið er með rútu og á hvaða tíma. Kostnaður í rútu er 8.100 aðra leið (16.000 fram og tilbaka).
(5700 fyrir eldri borgara aðra leið).

Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst asdisk@krabb.is eða í síma 540 1912 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og www.krabb.is

Krabbameinsfélagið Sigurvon býður félögum sínum frítt uppihald og frítt í rútu frá R-vík. !

Súpuhittingur hjá Vinum í Von !

Ljúffeng súpa !
Vinir í Von komu saman s.l. laugardag í kaffispjall, göngutúr og þessa líka flottu súpu. Mikið var spjallað og er næsti hittingur Vina í Von 27. nóvember n.k. kl. 11:00 (kosningadaginn) og næsta spilakvöld, þriðjudagskvöldið 7. desember kl. 20:00. Hvetjum sem flesta til að mæta og minnum jafnframt á Aðalfund Sigurvonar mánudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 !

fimmtudagur, nóvember 11

Aðalfundur Sigurvonar 22. nóv. !

Aðalfundur
krabbameinsfélagsins Sigurvonar
verður haldinn að 
Pollgötu 4þ.s. Sigurvon 
er með skrifstofuaðstöðu
mánudaginn 22. nóvember
        kl. 20:00
Venjuleg aðaðfundarstörf 
Kaffi í boði Sparisjóðs Vestfirðinga 
Stjórnin
Fjölmennum á fundinn!

miðvikudagur, nóvember 10

Jólakort 2010 væntanleg !

Kristjánsbúð
Klúka
Tvö ný jólakort Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum eru komin í prentun. Þau eru prýdd myndum áhugaljósmyndarans Ágústs G. Atlasonar. Er þetta annað árið í röð sem Ágúst styrkir gott málefni og gefur félaginu myndir. Hann hefur verið öflugur í ljósmyndun undanfarin misseri og haldið sýningar víða. Ágúst hefur fengist við ljósmyndun síðan 1990. Einstakt landslag Vestfjarða er vinsælt myndefni hjá Ágústi og þarf engan að undra það miðað við fegurðina á meðfylgjandi myndum sem prýða jólakort Sigurvonar. Jólakortin koma í sölu von bráðar en ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar

miðvikudagur, nóvember 3

Fyrsta Félagsvist Vina í Von !

Laugardagshittingur tvö hjá Vinum í Von var s.l. laugardag og var góð mæting, næsti laugardagshittingur er laugardaginn 13. nóvember. Fyrsta spilakvöld vetrarins var í gærkvöldi og var spiluð Félagsvist við mikla kátínu. Í fyrstu átti að hafa miðvikudagshittinga fyrsta miðvikudag í mánuði, en hefur verið breytt í þriðjudagshittinga. Næsti þriðjudagshittingur og Félagsvist, verður þriðjudaginn 7. desember kl. 20:00. Munið tengil Vina í Von hér til hægri, en þar er hægt að fylgjast með því hvenær Vinir í Von koma saman :o)